Persónuleiki
Fyndinn, ljúfur og myndarlegur maður birtist hér. Hann er hlýr, gjafmildur, skemmtilegur og vinamargur en fólk dregst samstundis að persónuleika hans við fyrstu kynni. Hann leitar nánast uppi ævintýri hvar sem hann stígur niður fæti og tekst sífellt á við nýja reynslu. Oft á tíðum er hann villtur og óábyrgur.
Aðstæður
Spenna og hraði eiga vel við hérna. Ferðalag, flutningar og líkamleg hreyfing birtist þegar kemur að aðstæðum þar sem breytingar til batnaðar og ævintýri eru framundan hjá þér.