Persónuleiki
Hann er oft á tíðum viðkvæmur en hugmyndaríkur þó þar sem rómantíkin ríkir. Uppfinningasamur og ástríðufullur gagnvart þeim sem hann elskar. Áhrifagjarn kann hann að vera en fer leynt með drauma sína og þrár í stað þess að framkvæma eigin langanir. Hans koma í líf þitt opnar dyrnar að mikilfenglegum tækifærum og þá sér í lagi af rómantísku tagi.
Aðstæður
Rómantísk upplifun, ást, gifting eða samband sem er um það bil að hefjast lýsir aðstæðum þínum næstu daga. Nýjar hugmyndir koma upp á yfirborðið og tækifærin láta ekki á sér standa.