fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
433Sport

Endurkoma Elínar Mettu á Hlíðarenda staðfest

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. apríl 2025 10:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markadrottningin sjálf Elín Metta Jensen hefur skrifað undir samning við Knattspyrnudeild Vals. Um er að ræða 1 árs samning með möguleika á árs framlengingu hjá þessum þrítuga framherja sem leikið hefur 189 leiki í efstu deild og skorað í þeim 134 mörk. Þá á hún 62 A-landleiki fyrir Ísland og skorað í þeim 16 mörk.

„Það er auðvitað mikið gleðiefni fyrir okkur Valsara að fá Elínu Mettu til okkar á ný. Hér er hún uppalin og hefur heldur betur staðið sig vel fyrir félagið. Hún hefur verið að æfa með okkur upp á síðkastið og er komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn. Það verður gaman að sjá hana í Valsbúningnum í sumar,“ segir Styrmir Þór Bragason varaformaður knattspyrnudeildar Vals.

Sjálf er Elín Metta í skýjunum með að vera komin aftur í Val en hún lék síðast með liðinu árið 2022.

„Ég er mjög ánægð með að vera komin aftur heim á Hlíðarenda. Það er margt spennandi í gangi í klúbbnum og leikmannahópurinn er mjög öflugur með góða blöndu af reynslumiklum og efnilegum leikmönnum. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum,“ segir Elín Metta Jensen leikmaður Vals.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fór beint undir hnífinn eftir vafasama hegðun sína um helgina

Fór beint undir hnífinn eftir vafasama hegðun sína um helgina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sú besta í fyrra snýr aftur

Sú besta í fyrra snýr aftur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bonnie Blue fékk lífstíðar bann

Bonnie Blue fékk lífstíðar bann
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sögðu frá kjaftasögu úr Kaplakrika – Mun yfirmaður Heimis á endanum taka við starfinu hans?

Sögðu frá kjaftasögu úr Kaplakrika – Mun yfirmaður Heimis á endanum taka við starfinu hans?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sú umdeilda setur allt á hliðina með kynþokkafullum myndum úr sumarfríi

Sú umdeilda setur allt á hliðina með kynþokkafullum myndum úr sumarfríi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Var harður á öllu vitlausu stöðunum þegar frúin nuddaði hann

Var harður á öllu vitlausu stöðunum þegar frúin nuddaði hann
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vítaveisla þegar Gylfi mætti aftur á Hlíðarenda – Fram lék sér að Aftureldingu

Besta deildin: Vítaveisla þegar Gylfi mætti aftur á Hlíðarenda – Fram lék sér að Aftureldingu
433Sport
Í gær

Hjörvar bendir á eitt atriði sem gæti haft áhrif á hrunið í Hafnarfirði síðustu ár

Hjörvar bendir á eitt atriði sem gæti haft áhrif á hrunið í Hafnarfirði síðustu ár