fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Hverfandi líkur á að hann endi í Manchester United – Tvær ástæður fyrir því

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 16:00

Gyokeres Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkurnar á að Viktor Gyokeres fari til Manchester United í sumar fara minnkandi ef marka má enska miðla í dag.

Sænski framherjinn hefur raðað inn mörkum fyrir Sporting í Portúgal og verið orðaður við mörg af stærstu liðum heims.

United er þar á meðal, en Ruben Amorim stjóri liðsins þekkir Gyokeres vel frá því hann var hjá Sporting.

Það er hins vegar ólíklegra að Gyokeres endi á Old Trafford. Spilar þar inn í að United er hikandi við að ganga að háum verðmiðanum sem Sporting hefur sett á hann.

Þá má búast við því að samkeppnin um hann verði hörð eftir að Arsenal setti Gyokeres efstan á sinn óskalista í kjölfar þess að Andrea Berta var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála þar á bæ.

Nú er talið líklegra að United snúi sér að Liam Delap, framherja nýliða Ipswich. Hann er fáanlegur á 40 milljónir punda í sumar ef liðið fellur, sem allt stefnir í, vegna klásúlu í samningi hans.

Delap gekk í raðir Ipswich frá Manchester City síðasta sumar og hefur skorað 10 mörk í ensku úrvalsdeildinni í fremur slöku liði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Guðrún eftir tapið í kvöld: ,,Okkur langaði rosalega mikið að ná í sigur“

Guðrún eftir tapið í kvöld: ,,Okkur langaði rosalega mikið að ná í sigur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Steini Halldórs um eigin framtíð: ,,Ég myndi að sjálfsögðu alltaf hafa mig áfram“

Steini Halldórs um eigin framtíð: ,,Ég myndi að sjálfsögðu alltaf hafa mig áfram“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands: Lélegur endir á ömurlegu Evrópumóti

Einkunnir leikmanna Íslands: Lélegur endir á ömurlegu Evrópumóti
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári
433Sport
Í gær

United fær 1,5 milljarð vegna kaupa Real Madrid á bakverðinum

United fær 1,5 milljarð vegna kaupa Real Madrid á bakverðinum
433Sport
Í gær

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik