fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Íslendingar geta nú fengið spæjara til að rannsaka framhjáhald og fleira – „Við leitum sannleikans – svo þú getir tekið upplýstar ákvarðanir“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. mars 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú geta Íslendingar ráðið einkaspæjara, en fyrirtækið SUSS segist vera eina einkaspæjarastofa landsins og sérhæfir sig í að safna og greina trúnaðarupplýsingar með ábyrgum og lögmætum hætti. Teymi SUSS segist hafa áratugareynslu af gagnaöflun, vöktun og greiningu og hafa auk þess tengiliði hjá fjölmiðlum, lögreglu og björgunarsveitum. Á vefsíðu SUSS segir:

„Við höfum aðgang að mikilvægum kerfum sem eykur getu okkar til að komast að sannleikanum. Þjónusta okkar fer fram í algjörum trúnaði þar sem friðhelgi einkalífs þíns er tryggð á sama tíma og við skilum áreiðanlegum og nothæfum niðurstöðum.“

Samkvæmt SUSS geta spæjarar þeirra aðstoðað fólk við eftirfarandi:

  • Eftirlit og vöktun, svo sem að fylgjast með ferðum fólks, staðfesta hvað hefur átt sér stað og til að afla gagna með varfærum hætti.
  • Bakgrunnsathuganir, svo sem með því að rannsaka einstaklinga eða fyrirtæki til að sannreyna trúverðugleika þeirra og til að kanna sakaskrá, fjárhagssögu og tengsl við einstaklinga.
  • Framhjáhaldsrannsóknir þar sem spæjarar safna sönnunargögnum til að staðfesta eða hrekja grun um framhjáhald.
  • Fyrirtækjarannsóknir þar sem spæjarar reyna að finna möguleg svik, upplýsa um þjófnað, atvinnunjósnir eða aðra ósæmilega háttsemi innan reksturs.
  • Leit að týndu fólki og skuldunautum þar sem spæjarar reyna að hafa uppi á fólki, svo sem týndum ástvinum, skuldurum og fleira.
  • Lögfræðilegar rannsóknir þar sem spæjarar safna sönnunargögnum fyrir dómsmál og aðstoða lögfræðinga við undirbúning máls
  • Tryggingarannsóknir þar sem spæjarar hjálpa við tryggingakröfur.

SUSS segist starfa að heilindum og innan ramma laganna. „Við leitum sannleikans – svo þú getir tekið upplýstar ákvarðanir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Í gær

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Í gær

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærðu deiliskipulag umdeilds hverfis í Garðabæ – Íbúar búast við skugga og hávaða

Kærðu deiliskipulag umdeilds hverfis í Garðabæ – Íbúar búast við skugga og hávaða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar