fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Ræddu fyllerí helgarinnar í beinni útsendingu – „Fólk hefur bara áhuga á neikvæðum fréttum“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. mars 2025 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack Grealish leikmaður Manchester City gerði sér glaðan dag á sunnudag en hann var illa áttaður þegar hann yfirgaf knæpu í Newcastle á sunnudagskvöld.

Grealish hafði þá verið að hella í sig allan sunnudaginn og virtist orðinn þreyttur.

Grealish hafði verið myndaður á stað rétt fyrir utan Newcastle snemma á sunnudag þar sem bjórinn kostar lítið.

Hann er þekktur glaumgosi í Bretlandi en rætt var um djammið hans á TalkSport í morgun.

„Hann fékk sér í glas þegar hann var í fríi, leikmenn City mættu ekki til æfinga fyrr en í morgun. Á fólk að sleppa því að gagnrýna Jack því hann átti frí,“ segir Jim White

Simon Jordan fyrrum eigandi Crystla Palace tók þá til máls og ræddi málið. „Jack er bara ungur maður með miklar tekjur og mikla athygli. Ef þetta hefur áhrif á frammistöðu hans þá má fólk hafa skoðun en ef það gerir það ekki þá má hann alveg skemmta sér.

„Það er got að fólk muni hvaðan það kom, knattspyrnumenn koma oft frá svona aðstæðum. Það er eitt að fá sér í glas og svo er annað að vera blindfullur.“

Jordan segir fólk ekki hafa áhuga á því góða sem Grealish gerir heldur aðeins því neikvæða.

„Ég hef séð hvað Jack Grealish gerir mikið fyrir unga stuðningsmenn, fólk sér það ekki og ekki þá hlið hans. Svona er samfélagið í dag, við höfum ekki áhuga á jákvæðum fréttum heldur bara þeim neikvæðu.“

@checkthefansreactions Talk sport reaction to Jack Grealish drunken night in Sunderland #fyp #followers➕ #jackgrealish #manchestercity #mcfc #talksport #foru #viral #trending #football #prem #championsleague ♬ som original – SpxMac

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bonnie Blue braut af sér um helgina

Bonnie Blue braut af sér um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM
433Sport
Í gær

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins
433Sport
Í gær

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“