fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Collina um krabbameinið sem gæti drepið fótboltann – „Þetta er orðið verra en það var áður“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 2. mars 2025 13:30

Pierluigi Collina. - Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudómarinn fyrrverandi, Pierluigi Collina, sem talinn er vera einn besti dómari sögunnar, segir að áreitni og ofbeldi í garð knattspyrnudómara sé vaxandi vandamál. Þetta kemur fram í viðtali hjá Sky News.

Collina segir að hatur í garð dómara sé „krabbamein sem gæti drepið fótboltann.“ – Vísar hann þar sérstaklega til hegðunar foreldra á leikjum barna sinna í yngri flokkum sem beini reiði sinni og vonbrigðum að dómurum með afar ósanngjörnum hætti.

Collina segir að starf dómarans hafi aldrei verið auðvelt. „Ég get því sagt að þetta er orðið verra en það var.“

„Ákvarðanatöku fylgir mikil ábyrgð. Hagsmunirnir sem eru í húfi eru gríðarlegir, ekki síst þegar spilað er á hæsta stig. Þetta er því erfitt.“

Collina segir að áreitni og hatursfull framkoma í garð dómara hafi eflaust færst í aukana með tilkomu og útbreiðslu samfélagsmiðla, nokkuð sem hann hafi verið laus við á hans ferli. Hann segist sjálfur ekki nota samfélagsmiðla sem geri líf hans betra.

Collina segir að það valdi dómurum miklum erfiðleikum að fótboltafélög og knattspyrnustjórar sái efasemdum um heilindi dómara og gefi í skyn að þeir séu hlutdrægir. Segir hann að frægir knattspyrnustjórar setji slæmt fordæmi í þessum efnum. „Því miður þá gerist þetta alltaf. Það er fólk sem er að leita að samsæri og finnur einhvern skít þar sem enginn er,“ segir Collina.

Sjá nánar á vef Sky News.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester
433Sport
Í gær

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“
433Sport
Í gær

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Í gær

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum
433Sport
Í gær

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze