fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

„Það verður að segjast að það er pirrandi“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 28. febrúar 2025 18:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eddie Howe, stjóri Newcastle, segir ekki koma til greina að selja bakvörðinn Tino Livramento í sumar.

Livramento var í vikunni orðaður við Englandsmeistara Manchester City, sem eru sagðir í leit að manni til að leysa Kyle Walker af til frambúðar.

„Það verður að segjast að það er pirrandi að það sé endalaust verið að orða leikmenn okkar við brottför,“ sagði Howe í dag um orðrómana um Livramento.

„Við viljum fara í akkúrat hina áttina, styrkja hópinn. Við viljum verða sterkara lið og leikmannahópur frekar en að missa okkar bestu menn.“

Newcastle er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er í hörkubaráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu. Eins og Howe segir hafa fleiri stjörnur verið orðaðar við brottför frá liðinu, einna helst framherjinn sjóðheiti Alexander Isak.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær
433Sport
Fyrir 2 dögum

Umræða sem þjálfarar þurfa að venjast – „Annað hvort erum við bestir í heimi eða kunnum ekki neitt“

Umræða sem þjálfarar þurfa að venjast – „Annað hvort erum við bestir í heimi eða kunnum ekki neitt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda