fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

United sagt ætla að borga 100 milljónir evra

Victor Pálsson
Sunnudaginn 23. febrúar 2025 21:26

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United er nú orðað við varnarmanninn Ronald Araujo og er víst tilbúið að borga ótrúlega upphæð fyrir leikmanninn.

Frá þessu greinir spænski miðillinn Fichajes sem er þó ansi umdeildur en er með nokkuð góða heimildarmenn þegar kemur að Barcelona.

Araujo er einmitt á mála hjá Barcelona en hann gæti mögulega verið á förum frá félaginu næsta sumar.

Samkvæmt þessum fréttum þá er United tilbúið að borga 100 milljónir evra fyrir leikmanninn sem myndi eflaust styrkja nokkuð götótta vörn enska stórliðsins.

Araujo er þó með það markmið að spila í Meistaradeildinni og þarf United líklega að vinna Evrópudeildina svo að það verði möguleiki.

Araujo er 25 ára gamall og hefur spilað með Barcelona frá árinu 2018 en er þó mikill meiðslapési og hefur aðeins spilað átta leiki á þessu tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum