fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
433

Rosaleg dramatík er Bayern fór naumlega áfram gegn Celtic

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 22:04

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum var að ljúka í Meistaradeildinni. Um var að ræða seinni leiki í umspili um sæti í 16-liða úrslitum.

Það sem bar hæst var að Bayern Munchen rétt komst hjá því að láta Celtic taka sig alla leið í framlengingu. Bayern vann fyrri leikinn í Skotlandi 1-2 en Celtic komst yfir í kvöld með marki Nicolas-Gerrit Kuhn eftir rúman klukkutíma leik.

Það stefndi í að leikurinn færi í framlengingu en Alphonso Davies jafnaði leikinn í blálokin og Bayern fer þar með áfram samanlagt.

Það var allt opið fyrir seinni leik Atalanta og Club Brugge, en belgíska liðið vann fyrri leikinn 2-1 á heimavelli. Club Brugge kláraði dæmið í fyrri hálfleik í kvöld. Chemsdine Talbi skoraði tvö mörk og Ferran Jutgla eitt.

Ademola Lookman minnkaði muninn fyrir Atalanta snemma í seinni hálfleik og hefði getað skorað annað mark af vítapunktinum en klikkaði. Lokatölur 1-3 og 5-2 samanlagt fyrir Club Brugge.

Loks er Benfica komið áfram eftir fjörugan leik gegn Monaco í kvöld. Liðið vann fyrri leikinn 1-0 og dugði því jafntefli í kvöld, sem varð raunin.

Lokatölur urðu 3-3 þar sem Kerem Akturkoglu, Vangelis Pavlidis og Orkun Kökcu skoruðu fyrir Benfica. Takumi Minamino, Eliesse Ben Seghir og George Ilenikhena skoruðu fyrir Monaco.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp sinn fyrir mót í Ungverjalandi

Lúðvík valdi hóp sinn fyrir mót í Ungverjalandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Frá Bayern Munchen til Everton

Frá Bayern Munchen til Everton
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Holding færir sig nær Sveindísi

Holding færir sig nær Sveindísi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Laumuðust inn í skjóli nætur og skildu þessa mynd eftir í Kópavoginum

Laumuðust inn í skjóli nætur og skildu þessa mynd eftir í Kópavoginum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Andri Fannar staðfestur í Tyrklandi

Andri Fannar staðfestur í Tyrklandi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Útskýrir hvers vegna hann valdi Manchester United

Útskýrir hvers vegna hann valdi Manchester United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Staðfesta komu Xhaka
433Sport
Í gær

Leikmaður United opnar sig um ástandið í klefanum síðustu ár og kemur með djarfa spá fyrir tímabilið

Leikmaður United opnar sig um ástandið í klefanum síðustu ár og kemur með djarfa spá fyrir tímabilið
433Sport
Í gær

Frá Liverpool til Bayern á meira en tíu milljarða

Frá Liverpool til Bayern á meira en tíu milljarða