fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Segir frá fallegri sögu af Ronaldo þegar hann var illa haldin á sjúkrahúsi – Studdi við bakið á fjölskyldu hans þegar óvissan var mikil

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 18:30

Ronaldo, frú og börn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo fagnaði fertugsafmæli sínu í gær og af því tilefni fór einn hans besti vinur, Pepe, í viðtal í heimalandi þeirra.

Pepe og Ronaldo hafa átt gott samband en þeir spiluðu í átta ár saman hjá Real Madrid en auk þess að spila lengi saman í landsliði Portúgals.

Árið 2012 fékk Pepe mjög alvarleg höfuðhögg í leik gegn Valencia og þakkar Ronaldo fyrir stuðninginn á þeim tíma.

„Ég á augnablik með Ronaldo sem fer aldrei úr huga mínum þrátt fyrir að ég muni ekkert eftir því,“ sagði Pepe í viðtalinu í Portúgal.

„Ég fékk þungt höfuðhögg í leiknum og það kom sprunga í höfuðkúpuna mína. Ég man ekkert eftir þessu.“

Eftir að hafa legið sofandi í fleiri klukkutíma vaknaði Pepe á sjúkrahúsinu.

„Ég vaknaði á spítalanum morguninn eftir og var klæddur í Real Madrid búninginn og bundinn við rúmið. Ég spurði fjölskyldu mína hvað hefði erst.“

„Ég sá svo fréttirnar um að Cris hefði verið hérna. Ég hafði ekki hugmynd um það, Cris var hérna alla nóttina og studdi við fjölskyldu mína. Móðir mín var áhyggjufull en hún var mætt til okkar til að sjá fæðingu dóttur minnar.“

„Ronaldo var hérna til að gefa mér styrk og að fjölskylda mín hefði stuðning á erfiðum tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hatar Liverpool en skemmti sér með stjóranum í sumar: ,,Maður þarf að sýna virðingu“

Hatar Liverpool en skemmti sér með stjóranum í sumar: ,,Maður þarf að sýna virðingu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja í kvöld – „Fokking Vestfirðir maður“

Þetta hafði þjóðin að segja í kvöld – „Fokking Vestfirðir maður“
433Sport
Í gær

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“
433Sport
Í gær

Tekist á um val RÚV – „Það er ástæða fyrir því að Gísli Marteinn er aldrei færður“

Tekist á um val RÚV – „Það er ástæða fyrir því að Gísli Marteinn er aldrei færður“
433Sport
Í gær

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum