fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Erling Þórðarson, sem ákærður er fyrir að hafa orðið eldri hjónum að bana á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst á síðasta ári, átti að vera í nauðungarvistun samkvæmt dómsúrskurði þegar morðin voru framin.

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

Þar kemur fram að Alfreð hafi lengi glímt við alvarlegan geðrænan vanda, haft miklar ranghugmyndir og í þrígang verið úrskurðaður í nauðungarvistun á innan við ári. Var hann úrskurðaður í tólf vikna nauðungarvistun þann 6. júní, um tveimur og hálfum mánuði áður en harmleikurinn í Neskaupstað átti sér stað.

Sjá einnig: Morðin í Neskaupstað – Alfreð Erling murkaði lífið úr hjónunum með hamri

Samkvæmt þessu var heimild til að vista hann á Landspítalanum til 29. ágúst, en í umfjöllun blaðsins kemur fram að kunnugir segi að sést hafi til hans á Austurlandi seinni hluta júlímánaðar.

Í umfjöllun Morgunblaðsins kemur fram að atvik sem átti sér stað á Egilsstöðum í maí í fyrra hafi leitt til vistunar hans. Þá var Alfreð handtekinn í miðbænum eftir að hann ógnaði fólki og lögreglu með hnífi. Mun hann hafa talið lögregluna hluta af samsæri um að ráða sig af dögum.

Í umfjöllun Morgunblaðsins er rætt við Engilbert Sigurðsson, yfirlækni á geðþjónustu Landspítalans, en hann segir gjarnan mikið álag á geðdeild. Oftast sé mikil pressa á að útskrifa fólk til að hægt sé að leggja aðra bráðveika einstaklinga inn. Bendir hann á að mun færri rými séu fyrir sjúklinga á geðdeild samanborið við nágrannalönd okkar.

Ítarlega er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harma að mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hafi verið lokað mánuðum saman – „Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð“

Harma að mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hafi verið lokað mánuðum saman – „Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla