fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. febrúar 2025 08:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsmenn þurfa að búa sig undir óveður í dag og fram á morgundaginn því appelsínugular viðvaranir taka gildi á öllu landinu í dag. Óveðrið skellur á vestanverðu landinu klukkan 14 en um klukkan 16 á norðaustan- og austanverðu landinu.

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu – eins og annars staðar – þurfa að gera ráð fyrir hugsanlegu foktjóni. Á vef Veðurstofu Íslands segir meðal annars um stöðuna á höfuðborgarsvæðinu:

„Sunnan 20-28 m/s, hvassast vestantil, en heldur hægari um tíma í kvöldið. Rigning, talsverð um tíma. Foktjón líklegt.“ Appelsínugul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu gildir frá klukkan 14 í dag og fram til miðnættis.

Á Suðurlandi má gera ráð fyrir að vindur verði 23 til 30 metrar á sekúndu og hviður fari yfir 35 metra á sekúndu. Foktjón og raskanir á samgöngum eru líklegar og ekkert ferðaveður. Þá er varað við hugsanlegum vatnavöxtum.

Staðan í öðrum landshlutum verður svipuð og á Norðurlandi eystra gætu vindhviður fari yfir 40 metra á sekúndu. Viðvörunin þar gildir til klukkan þrjú i nótt. Sömu sögu er að segja af Austurlandi þar sem foktjón er líklegt og ekkert ferðaveður.

Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Kristínu Öglu Tómasdóttur, veðurfræðing á Veðurstofu Íslands, og á hún von á erfiðum skilyrðum víða. „Þetta er ekki góð spá og líklega versta veður ársins. Sérstaklega þegar horft er til þess að þetta nær til alls landsins,“ segir hún.

Hægt er að kynna sér veðurviðvaranir hér og veðurspána hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Styttist í að rannsókn Gufunessmálsins ljúki

Styttist í að rannsókn Gufunessmálsins ljúki
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Framkvæmdastjóri Félagsbústaða um ástandið í Bríetartúni – „Þetta er sannarlega ekki góð staða“

Framkvæmdastjóri Félagsbústaða um ástandið í Bríetartúni – „Þetta er sannarlega ekki góð staða“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Í gær

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu
Fréttir
Í gær

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi: „Þetta er uppskrift að meiriháttar vandræðum”

Guðmundur Ingi: „Þetta er uppskrift að meiriháttar vandræðum”