fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Leðurblakan handsömuð og er dauð – Náðu myndbandi af því þegar hún var gómuð

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 18:27

Leðurblakan var nær dauða en lífi. Mynd/Dýraþjónusta Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leðurblakan sem hefur flögrað um Reykjavík undanfarna daga var handsömuð á vegg heimahúss í dag nær dauða en lífi. Hún var aflífuð og send til rannsóknar á tilraunastöðina að Keldum.

Að sögn Þorkels Heiðarsson, deildarstjóra Dýraþjónustu Reykjavíkur, var leðurblakan fönguð seinnipartinn í dag. Hún var þá mjög illa á sig komin, nær dauða en lífi, eftir að hafa flögrað um Reykjavík í fimbulkulda. Myndband náðist af því þegar leðurblakan var fönguð.

@lillyborg10 Leðurblakan fundin! @RÚV – fréttir ♬ original sound – Lilja

Leðurblakan hefur verið aflífuð en leðurblökur eru mjög þekktir smitberar og geta meðal annars borið með sér hundaæði. Hún hefur þegar verið send á tilraunastöðina að Keldum til rannsóknar.

Sjá einnig:

Leðurblaka vakti athygli gesta í Laugardalslaug

Þorkell segir að leðurblakan hafi verið með 25 sentimetra vænghaf en með lítið í kviðnum. Ekki er vitað hvaða tegund þetta er eða hvernig hún komst hingað. En leðurblökur hafa komið í nokkur skipti til Íslands, aðallega með skipum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Í gær

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“