fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Fréttir

Þóttist vera 18 árum eldri í Leifsstöð

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. janúar 2025 14:30

Flugferð frá Íslandi til Póllands í desember leiddi til örstuttra kynna pólskrar konu og íslensks karlmanns en hann hefur æ síðan verið konunni afar hugleikinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Lögbirtingablaðinu í dag er sómalskur karlmaður kvaddur til að mæta fyrir Héraðsdóm Reykjaness og hlýða á ákæru sem gefin hefur verið út á hendur honum. Er maðurinn ákærður fyrir að hafa í Flugstöð Leifs Eiríkssonar framvísað nafnskírteini sem á var annað nafn en hans eigið. Samkvæmt því nafnskírteini var maðurinn 18 árum eldri en hann er í raun og veru.

Fram kemur að málið verði tekið fyrir í mars næstkomandi.

Maðurinn er fæddur 1994. Hann er ákærður fyrir misnotkun skjals mað því að hafa í desember 2024 í brottfararsal Flugstöðvarinnar framvísað sem vegabréfi, í blekkingarskyni, við landamæravörð og lögreglumenn hollensku nafnskírteini. Var skírteinið á öðru nafni og samkvæmt því var viðkomandi fæddur 1976, 18 árum eldri en hinn ákærði er í raun og veru.

Hver tilgangurinn með þessu athæfi kann að hafa verið kemur ekki fram í tilkynningunni. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Minnt er einnig á að ef maðurinn mæti ekki fyrir dóm verði það metið svo að með fjarveru sinni sé hann að viðurkenna brot sitt.

Fólk er yfirleitt ekki kallað fyrir dóm og því birt ákæra í Lögbirtingablaðinu nema að ekki hafi tekist að hafa uppi á viðkomandi til að birta honum ákæruna og kalla hann fyrir dóm. Það virðist því ekki vera vitað hvar maðurinn er niðurkominn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu