fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Sádar setja sig aftur í samband við Vinicius

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. janúar 2025 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar félaga í Sádi-Arabíu hafa sett sig í samband við Vinicius Junior, stjörnu Real Madrid, á nýjan leik.

ESPN segir frá þessu, en Sádarnir reyndu einnig við Brasilíumanninn í sumar. Síðan voru viðræður settar á bið en fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu, sem á félög í deildinni, hefur nú sett sig í samband við fulltrúa Vinicius.

Sádar hafa þegar stækkað deild sína mikið með því að fá stórstjörnur til liðs við sig fyrir háar fjárhæðir. Vilja þeir taka deildina skrefinu lengra og sækja stórstjörnu eins og Vinicius á besta aldri.

Vinicius er 24 ára gamall og ein skærasta stjarnan í Evrópuboltanum, en hann er samningsbundinn Real Madrid til 2027.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum