fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Íbúar vitna um svæsinn búðaþjófnað í miðborginni – „Skipti sér ekki af mönnunum og sagði að þeir væru hættulegir“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 10:30

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Facebook-hópi íbúa í miðborginni lýsir kona ófyrirleitnum þjófnaði úr verslun Extra við Hverfisgötu/Barónsstíg. Segir hún að starfsfólk hafi ekki stöðvað gerendur þar sem það áliti þá hættulega. Frásögnin er eftirfarandi:

„Varð vitni að furðulegu atviki í dag. Ég fór í Extra á Hverfisgötu. Þrír menn sem töluðu pólsku stóðu við strætóstöðina. Heyrði þá koma inn á eftir mér. Þeir tóku nokkra bakka með hakki og tróðu inn á sig og voru ekkert að fela það. Síðan gengu þeir út án þess að borga. Ég sagði afgreiðslufólkinu frá þessu. Það skipti sér ekki af mönnunum og sagði að þeir væru hættulegir. Þetta gerðist stundum. Af hverju skyldi verslunin ekki hafa öryggisvörð þarna frekar en að leyfa svona gaurum að komast upp með ógnarstjórnun? Starfsfólkið á ekki að þurfa að leggja sig í hættu í svona aðstæðum. Veit ekki hvort Lögreglan veit af þessu.“

Hjólahvíslarinn Bjartmar Leósson lýsir miklum þjófnaði úr verslun 10-11 við Hlemmtorg:

„Það er sópað út úr 10 11 Hlemmi í massavís. Og kjöt er vinsælt til að stela. Dýrt og ekki svo stórar pakkningar. Maður stoppaði mig eitt sinn á Laugaveginum og spurði hvort mig vantaði kjöt. Opnaði svo bakpoka smekkfullan af kjötpakkningum. Annan sá ég svo seinna í vesturbænum með búðarkerru fulla af kjöti. Báðir þessir menn voru í mikilli neyslu og rugli. Það er skuggalegt hvað er að gerast hér í borginni þegar kemur að þjófnuðum af ýmsu tagi.“

DV sendi fyrirspurn til verslunarstjóra Extra og spurði hvort búðarþjófnaður væri vandamál þar. Fréttin verður uppfærð ef svör berast.

Uppfært kl. 13:12

DV sendi fyrirspurn vegna málsins til Extra á Barónsstíg og spurði hvort búðaþjófnaður væri mikið vandamál í versluninni. Eftirfarandi svar barst frá verslunarstjóra:

„Þetta er alveg rétt og þetta er stórt vandamál. Við vitum að það eru ákveðnir aðilar sem eru að stela og það hefur komið fyrir oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að ráðist er á starfsmenn sem leggja sig fram við að stöðva þjófa. Við tilkynnum til lögreglu og sendum myndefni þegar að svona mál koma upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“
Fréttir
Í gær

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni