fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Þetta vissir þú líklega ekki um hunda

Pressan
Laugardaginn 28. desember 2024 18:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundar eru oft sagðir vera bestu vinir mannanna og þess vegna höldum við að við vitum allt um þá en eftir því sem vísindamenn segja, þá er þetta ekki alveg rétt og það er margt sem við eigum ólært um þessi frábæru dýr.

Hundurinn þinn er hugsanlega eldri en þú heldur – Vísindamenn við Kaliforníuháskóla segja að rannsókn þeirra hafi varpað ljósi á að það sé bara mýta að eitt æviár hunds svari til sjö mannsára. Rannsóknin sýndi fram á að eftir því sem hundar eldast, þá hægist á öldruninni. Þeir segja að fjögurra ára hundur sé eins og 52 ára manneskja en 12 ára hundur eins og 70 ára manneskja.

Hundar eru líka uppreisnargjarnir á unglingsárunum – Það er ekki bara fólk sem upplifir tilfinningarússíbana á unglingsárunum. Breskir vísindamenn hafa komist að því að hundar ganga í gegnum svipað ferli á unglingsárunum. Þeir rannsökuðu hversu hlýðnir 5 og 8 mánaða hundar eru og komust að því að þeir eru mun líklegri til að hunsa fyrirmæli þegar þeir eru á unglingsaldri.

Þeir skilja alveg hvað þú segir – Margir hundeigendur telja að hundurinn þeirra skilji það sem er sagt við þá. Þeir gætu haft rétt fyrir sér hvað þetta varðar. Vísindamenn við Emory háskólann komust að því að hundar búa yfir grundvallarskilning á orðum og geta greint á milli þekktra og óþekktra hugtaka og eru viljugir til að skilja hvað er verið að segja við þá.

Hundurinn þekkir rödd þína – Auk þess að þekkja orð, þá átta hundar sig á þegar nýr aðili talar. Vísindamenn við Sussex háskóla rannsökuðu getu hunda til að þekkja sama orðið þegar það er sagt af mismunandi fólki. Viðbrögðin við fyrirmælunum voru jákvæð. Þess utan gátu hundarnir greint mun á röddum fólks sem þeir þekktu fyrir og fólks sem þeir þekktu ekki.

Hundar skilja meira en orð – Í rannsókn, sem var birt í Frontiers in Psychology, kemur fram að húsbóndalausir hundar skilja þegar einhver bendir á eitthvað og skiptir þá engu þótt þeir hafi ekki fengið neina þjálfun áður. Vísindamenn segja að þetta bendi til að hundar geti skilið flókin fyrirmæli með því einu fylgjast með fólki.

Að eiga hund er gott fyrir heilsuna – Það er oft talað um að gæludýr komi mjög að gagni hvað varðar andlega vellíðan eigenda þeirra, dragi úr kvíða og einmanaleika. En vísindamenn benda á að minna sé rætt um þau jákvæðu áhrif sem hundar hafa á líkamlega heilsu fólks. Út frá gögnum um 3,8 milljónir manna, sáu vísindamenn að það að eiga hund eykur líkurnar á að hjartað og blóðrásin séu í betra standi, sérstaklega hjá þeim sem hafa lifað hjartaáfall og heilablóðfall af og búa aleinir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu
Pressan
Í gær

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“