fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Arnar og Sævar lýsa yfir áhyggjum vegna stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar – „Virðist varla vera til“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. desember 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks Fólksins var mynduð um helgina. Í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar fer lítið fyrir íþróttum, eins og nafntogaðir einstaklingar úr hreyfingunni hafa bent á.

Í raun er aðeins einu sinni minnst á íþróttir í stefnuyfirlýsingunni:„Rík­is­stjórn­in hyggst móta ung­menna­stefnu og beita sér fyr­ir jöfnu aðgengi allra barna að íþrótt­um, list­um og frí­stund­a­starfi,“ segir þar.

Arnar Sveinn Geirsson. Mynd/aðsend

Arnar Sveinn Geirsson, forseti leikmannasamtaka Íslands, tjáði sig til að mynda um málið um helgina.

„Frábært hvað ný ríkisstjórn gefur íþróttum mikinn gaum. Orðið íþróttir er að finna alveg einu sinni í stefnuyfirlýsingunni. Glæsilegt,“ skrifaði kaldhæðinn Arnar.

Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, lagði einnig orð í belg.

„Mikið vona ég að áhugi nýrrar ríkisstjórnar á íþróttum og því sem íþróttahreyfing gerir sé meiri, heldur en kom fram í stefnuyfirlýsingu hennar því þar virðist íþróttahreyfingin varla vera til,“ skrifaði hann og mátti sjá fleiri taka undir með þeim félögum.

Sævar Pétursson, framkvæmdarstjóri KA.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Slot kvartaði yfir leikstíl United en hafði eitthvað til síns mál – Svona er tölfræði tímabilsins

Slot kvartaði yfir leikstíl United en hafði eitthvað til síns mál – Svona er tölfræði tímabilsins
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hlustaðu á viðtal við Ólaf Inga: Segist taka við góðu búi af Halldóri – „Það er enginn að koma og kollvarpa því sem hefur gengið vel“

Hlustaðu á viðtal við Ólaf Inga: Segist taka við góðu búi af Halldóri – „Það er enginn að koma og kollvarpa því sem hefur gengið vel“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tjáir sig eftir að ástmaður hennar í blóma lífsins lést í hræðilegu slysi fyrir helgi – „Sem ég mun elska að eilífu“

Tjáir sig eftir að ástmaður hennar í blóma lífsins lést í hræðilegu slysi fyrir helgi – „Sem ég mun elska að eilífu“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gummi Ben birtir skilaboðin sem Sigurður Egill fékk frá Val á Messenger – Túfa tjáð að hann hafi ekkert að segja um leikmenn

Gummi Ben birtir skilaboðin sem Sigurður Egill fékk frá Val á Messenger – Túfa tjáð að hann hafi ekkert að segja um leikmenn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurður Egill ósáttur og segir yfirlýsingu Vals lágkúrulega – „Ég hef aldrei gefið leyfi til að slíkar upplýsingar væru gerðar opinberar“

Sigurður Egill ósáttur og segir yfirlýsingu Vals lágkúrulega – „Ég hef aldrei gefið leyfi til að slíkar upplýsingar væru gerðar opinberar“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rooney með ráð til Arne Slot – Ráðleggur honum að bekkja þennan leikmann

Rooney með ráð til Arne Slot – Ráðleggur honum að bekkja þennan leikmann
433Sport
Í gær

Tobias Thomsen vill fara frá Breiðablik og halda heim á leið

Tobias Thomsen vill fara frá Breiðablik og halda heim á leið
433Sport
Í gær

Breiðablik þarf að borga KSÍ fyrir Ólaf Inga

Breiðablik þarf að borga KSÍ fyrir Ólaf Inga