Mikið hefur verið rætt og ritað um þá staðreynd að Arsenal er orðið magnað í föstum leikatriðum, umræðan hefur oft verið neikvæð síðustu vikur.
Eiður Smári Guðjohnsen sérfræðingur í enska boltanum og fyrrum leikmaður telur að það eigi að hrósa fyrir þetta
„Það má líka gefa þeim mikið hrós, Arsenal-mönnum, fyrir þetta,“ sagði Eiður Smári á Símanum Sport í gærkvöldi.
„Þetta er líka partur af leiknum og þetta er ákveðin list því að það er rosalega erfitt að skora úr föstum leikatriðum. Þú ert með andstæðinginn, sennilega allt liðið ef ekki 90 prósent af liðinu, inni í teig en alltaf finna þeir glufur.“
Eiður segir Arsenal einnig geta spilað frábæran fótbolta.
„Arsenal hefur spilað á undanförnum árum frábæran fótbolta inn á milli.“