fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Fréttir

Hryllingur á Þorláksmessu – Hótaði pari lífláti og reyndi að myrða manninn – „Ég hika ekki við að taka þig og skera þig á háls“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. desember 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært mann á Suðurlandi fyrir skelfilegt ofbeldi gegn pari á Þorláksmessu og aðfaranótt aðfangadags árið 2021.

Maðurinn er annars vegar ákærður fyrir hótanir og hins vegar fyrir tilraun til manndráps.

Hann er ákærður fyrir að hafa í símtali hótað manni lífláti með því að segja: „Ég hika ekki við að taka þig og skera þig á háls.“ Hann er ennfremur sakaður um að hafa hótað í símtali þessum manni og konu með orðunum: „Ég drep ykkur bæði.“

Hann er síðan ákærður fyrir tilraun til manndráps, en til vara stórfellda líkamsárás, með því að hafa fyrir miðnætti fimmtudagsins 23. desember og aðfaranótt aðfangadags 24. desember 2021, ruðst inn á heimili, en ákærði fór inn um ólæstar útidyr, reynt að svipta mann lífi með því að veitast að honum með hnífi og reynt að stinga hann í síðuna, höfuð og háls, en brotaþoli brást við háttsemi ákærða með því að grípa um blað hnífsins og tókst í framhaldi að koma ákærða niður í gólfið. Af framangreindu hlaut brotaþoli sár á vör, sár á vinstra handabaki og lófa.

Héraðssaksóknari krefst þess að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Maðurinn sem varð fyrir árásinni krefst miska- og skaðabóta að fjárhæð þrjár milljónir króna.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Suðurlands á fimmtudag, þann 12. desember.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fjaðrafok út af heimsókn Kristins til Norður-Kóreu: „Þetta er nú meiri dellan“

Fjaðrafok út af heimsókn Kristins til Norður-Kóreu: „Þetta er nú meiri dellan“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Steingrímur áhyggjufullur og talar um arfavitlausar aðgerðir – „Ef stjórnvöld vilja ekki hlusta á okkur þá er það þeirra val“

Steingrímur áhyggjufullur og talar um arfavitlausar aðgerðir – „Ef stjórnvöld vilja ekki hlusta á okkur þá er það þeirra val“
Fréttir
Í gær

SVEIT segir vinnubrögð sýslumanns óásættanleg og skaðleg

SVEIT segir vinnubrögð sýslumanns óásættanleg og skaðleg
Fréttir
Í gær

„Fáránleg umræða í veruleika þar sem börn eru einum smelli frá grófu klámi“

„Fáránleg umræða í veruleika þar sem börn eru einum smelli frá grófu klámi“