fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
433Sport

Sævar í einlægu spjalli um lífið og tilveruna – „Freyr gerði þetta mun auðveldara“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 5. desember 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska félagið Lyngby birti skemmtilegt innslag í dag þar sem íslenskur leikmaður liðsins, Sævar Atli Magnússon, var sóttur heim.

Spyrillinn kíkti til að mynda inn í íbúð Sævars og þar var treyja sóknarmannsins frá því í fyrsta landsleiknum hans með Íslandi. „Þetta var fyrsti landsleikurinn minn. Við spiluðum gegn Slóvakíu,“ sagði Sævar.

Sævar gekk í raðir Lyngby 2021. Þá var Freyr Alexandersson þjálfari liðsins og hefur kappinn spilað með þó nokkuð mikið af Íslendingum hjá Lynbgy undanfarin ár.

„Ég var 21 árs. Það var bara töluð danska í klefanum og það var erfitt. Ég hafði bara spilað fyrir eitt lið á Íslandi á ferlinum og núna með Lyngby líka svo ég hef spilað fyrir tvö lið,“ sagði Sævar sem lék með Leikni R. hér heima.

„Ég hafði bara búið í Breiðholtinu á Íslandi áður en ég flutti hingað svo það var smá erfitt. En Freyr var hér og gerði þetta mun auðveldara. Nú er þetta nánast minn heimabær, ég elska Lyngby.“

Sævar fær reglulega vini í heimsókn frá Íslandi.

„Kaupmannahöfn er nánast höfuðborg númer tvö á Íslandi. Fólk kemur hingað í helgarferðir til að skemmta sér eða fara á leiki til dæmis. Svo ég er alltaf að fá vini í heimsókn.“

Samtalið í heild er hér ofar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gæti óvænt farið til London fyrir tæpa 14 milljarða

Gæti óvænt farið til London fyrir tæpa 14 milljarða
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bálreiðir stuðningsmenn Manchester United kalla eftir því að þessir leikmenn pakki strax í töskur

Bálreiðir stuðningsmenn Manchester United kalla eftir því að þessir leikmenn pakki strax í töskur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja í kvöld – „Framtíðin er svört“

Þetta hafði þjóðin að segja í kvöld – „Framtíðin er svört“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona eru byrjunarliðin í Bilbaó

Svona eru byrjunarliðin í Bilbaó
433Sport
Í gær

Áhugaverð staða Róberts til umræðu – „Hann og hans fjölskylda sætta sig ekki við þetta“

Áhugaverð staða Róberts til umræðu – „Hann og hans fjölskylda sætta sig ekki við þetta“