fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Yfir 100 erlendir ríkisborgarar hafa verið teknir af lífi í Sádi-Arabíu á þessu ári

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. nóvember 2024 06:30

Riyadh, höfuðborg Saudi Arabíu, að kvöldi til

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina var dæmdur fíkniefnasmyglari frá Jemen líflátinn í Sádi-Arabíu en um er að ræða 101 aftökuna á erlendum ríkisborgara á þessu ári í ríkinu. Um er að ræða gríðarlega fjölgun frá fyrri árum en til samanburðar voru 34 erlendir ríkisborgar líflátnir í furstadæminu árin 2022 og 2023.

Sádar hafa verið gagnrýndir harðlega af alþjóðlegum mannréttindasamtökum fyrir hversu títt þeir beita dauðarefsingum. Refsigleði þeirra er sögð vera í mikilli mótsögn við þá ímynd aukins frjálslyndis sem varpað er upp til þess að lokka til sín fjárfesta og ferðamenn. Þá er fullyrt að erlendir ríkisborgarar fái síður réttláta málsmeðferð í landinu og eigi til að mynda erfitt með að nálgast öll gögn í málum sínum.

Alls hafa 21 einstaklingar frá Pakistan verið líflátnir það sem af er ári, 20 frá Jemen, 14 frá Sýrlandi, 10 frá Nígeríu, 9 frá Egyptalandi, 8 frá Jórdaníu og sjö frá Eþíópíu. Þá hafa þrír verið líflátnir frá Súdan, Indlandi og Afganistan og einn einstaklingur frá Sri Lanka, Erítreu og Filippseyjum.

Það eru ekki bara erlendir ríkisborgarar sem eru teknir af lífi því í heildina hafa meira en 300 manns verið teknir af lífi í heildina.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Í gær

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“