fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Niðurbrotin eftir eitt framhjáhald en fékk nóg eftir það seinna: Heimtar skilnað frá stórstjörnunni – ,,Eitt það versta sem ég gat ímyndað mér“

433
Laugardaginn 16. nóvember 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annie Kilner er nafn sem margir eru farnir að kannast við en hún hefur sótt um skilnað við eiginmann sinn, Kyle Walker.

Walker er leikmaður Manchester City en honum var sparkað út í tvígang og þurfti að flytja burt frá fjölskyldunni – hann og Kilner eiga saman þrjú börn.

Walker hélt framhjá Kilner með fyrsætunni Lauryn Goodman sumarið 2019 og þá sumarið 2022 sem varð til þess að Kilner fékk nóg og heimtar nú skilnað.

Ensk blöð rifja upp það sem Kilner hafði að segja eftir fyrsta framhjáhald Walker sem átti sér stað fyrir fimm árum síðan.

,,Hann er hálfviti fyrir að fórna því að missa fjölskylduna fyrir þetta. Þegar hann sagði mér frá þessu var ég niðurbrotin,“ sagði Kilner um sína reynslu sem hún þurfti svo að upplifa aftur.

,,Mér leið illa líkamlega. Allt loftið fer úr þér. Heimurinn hrundi þegar ég heyrði af þessu. Þetta er eitt það versta sem ég gat ímyndað mér. Það sem ég óttaðist mest, það gerðist.“

Walker og Annie Kilner

,,Ég neitaði að trúa þessu. Hann hélt ekki aðeins framhjá mér heldur barnaði hann stelpuna.“

Walker barnaði Lauryn fyrst árið 2019 og svo aftur nokkrum árum síðar en þau eiga saman tvö börn.

Kilner hefur þurft að upplifa afskaplega erfiða tíma á undanförnum árum og vonast til að finna hamingjuna í betri og traustverðugri manni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorsteinn gerir enga breytingu

Þorsteinn gerir enga breytingu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Allt sagt á suðupunkti hjá Real Madrid – Leikmenn ekki hrifnir af Alonso og hans regluverki

Allt sagt á suðupunkti hjá Real Madrid – Leikmenn ekki hrifnir af Alonso og hans regluverki
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stórar breytingar á VAR í kortunum – Einnig verður settur tímarammi á innkast

Stórar breytingar á VAR í kortunum – Einnig verður settur tímarammi á innkast
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Áfall fyrir Arsenal – Tveir lykilmenn meiddir og ekki með í kvöld

Áfall fyrir Arsenal – Tveir lykilmenn meiddir og ekki með í kvöld
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Launapakki sem ekki hefur heyrst af áður og Birnir líklega sá launahæsti í sögu fótboltans á Íslandi

Launapakki sem ekki hefur heyrst af áður og Birnir líklega sá launahæsti í sögu fótboltans á Íslandi