fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Dominic Ankers ráðinn þjálfari Gróttu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dominic Ankers hefur verið ráðin þjálfari meistarflokks kvenna hjá Gróttu í knattspyrnu.

Dom, sem er 29 ára gamall Englendingur, kom til Gróttu sumarið 2021 og hefur síðan þá verið aðstoðarþjálfari í báðum meistaraflokkunum og þjálfað 2. og 5. flokk karla. Dom er með B.Sc gráðu í íþróttavísindum frá Loughborough háskóla og þjálfaði m.a. í akademíu Norwich City og þróunarhópa hjá Derby County og Cambridge United.

Hann tekur við af Matthíasi Guðmundssyni sem lét af störfum til að taka við Val á dögunum, Grótta var nálægt því að komast upp úr Lengjudeildini í sumar.

Harpa Frímannsdóttir, formaður meistaraflokksráðs kvenna, fagnar ráðningunni: „Það er óhætt að segja að við í stjórn knattspyrnudeildar Gróttu séum einkar ánægð með ráðninguna. Við treystum Dom fullkomlega fyrir verkefninu – hann þekkir innviði okkar í Gróttu út og inn og kemur með nýja sýn, reynslu og mikla fótboltalega þekkingu inn í starfið. Dom hefur frá byrjun verið frábær liðsmaður og nú hlökkum til að sjá hvað hann gerir með okkar efnilega lið á næstu árum.”

Melkorka Katrín Flygenring Pétursdóttir heldur áfram sem aðstoðarþjálfari og hefur jafnframt tekið yfir sem styrktarþjálfari meistaraflokks kvenna. Melkorka kláraði nýverið meistaranám í sjúkraþjálfun og hefur lokið UEFA B þjálfararéttindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rekinn úr vinnu á sama tíma og hundurinn hans hvarf

Rekinn úr vinnu á sama tíma og hundurinn hans hvarf
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fjögur ensk lið til í að semja við reynsluboltann

Fjögur ensk lið til í að semja við reynsluboltann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Yfirmaðurinn færir Chelsea vondar fréttir

Yfirmaðurinn færir Chelsea vondar fréttir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Krefst þess að snerting við annan leikmann verði skoðuð þremur mánuðum eftir skelfilegt banaslys unga mannsins

Krefst þess að snerting við annan leikmann verði skoðuð þremur mánuðum eftir skelfilegt banaslys unga mannsins
433Sport
Í gær

Allt annað hljóð í Maresca

Allt annað hljóð í Maresca