fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Læknir krefur mann um þrjár milljónir króna vegna hótana

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 11:00

Mynd: Heilsugæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur verið ákærður fyrir tvö brot gegn valdstjórninni, annars vegar að hafa þann 20. október 2023 ítrekað hótað konu, sem starfar sem læknir á Heilsugæslunni Miðbæ, Vesturgötu 7, lífláti. Hótanirnar viðhafði hinn ákærði beint við konuna á staðnum og einnig í gegnum síma, en þá endurtók hann fyrri hótanir sínar í gegnum afgreiðslu heilsugæslunnar.

Maðurinn er hins vegar ákærður fyrir að hafa í nokkur skipti hótað tveimur lögreglumönnum lífláti og líkamsmeiðingum, þann 18. febrúar 2023, fyrst á stigagangi húss í Reykjavík, og í framhaldinu í lögreglubíl þegar honum var ekið að lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Hann hótaði þeim síðan aftur á fangamóttöku þegar á lögreglustöðina var komið en í lögreglubílnum hótaði ákærði jafnframt að hrækja á lögreglumann.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Læknirinn sem varð fyrir hótunum mannsins krefst þriggja milljóna króna í miskabætur.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 18. nóvember næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“
Fréttir
Í gær

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni