fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

„Ég hélt að ég myndi ekki sjá hann aftur á lífi“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 12:00

Mynd úr safni Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hélt að ég myndi ekki sjá hann aftur á lífi. Hann var það veikur og í banni á Gistiskýlinu, ískalt úti og hann og þrír aðrir hírðust í óupphituðum bílastæðakjallara, illa klæddir og engin hugsun nema redda næsta skammti til að deyfa sig fyrir kuldanum, hungrinu og sáraukanum.“

Þannig skrifar Guðmunda Guðmundsdóttir um son sinn í grein sinni á Vísi, en hún hefur áður tjáð sig í greinaskrifum um son sinn sem glímir við fíkniefnavanda.

Þann 10. desember síðastliðinn skrifaði Guðmunda eftirfarandi í lokuðum hópi á Facebook „Veit ekki hvort margir sáu það en minn mætti, já hann átti að vera á Vog innlögn 8 des, en nei „hann missti af því“  því hann er í banni á skýlinu og enginn til að reka á eftir, sem er ekki satt því ég var í símasambandi við hann oft um daginn , að biðja hann að fara. Hann lítur hroðalega út, mjög illa farinn og veikur, svo sárt að skilja hann eftir grátandi þegar við fórum, en það er ekkert sem ég get gert, hann er það mikið veikur………“

Degi áður en Guðmunda skrifaði ofangreint voru haldin mótmæli vegna úrræðaleysis í málefnum fólks með fíknisjúkdóma, lauk mótmælunum með táknrænum gjörningi þar sem þátttakendur lögðu rauða rós á tröppur alþingishússins til minningar um þau sem höfðu tapað í baráttunni við sjúkdóminn, mörg að bíða eftir úrræði en fengu ekki hjálp í tæka tíð.

Guðmunda segir að sem betur fer hafi sonur hennar fengið tækifæri, hann komst inn á Vog 11. desember og 11 mánuðum seinna hafi hann fært henni málaða mynd af fallegri rós. Í gær hafi þau svo verið saman í afmælisveislu dóttur hans og tengdasonar, þar hafi sonur hennar verið svo hamingjusamur að hún hafi komist við.

„En hvað hefur gerst þessa ellefu mánuði í málefnum fólks með fíknisjúkdóm? jú það var opnað neyslurými, loksins, og gerður samningur við Vog svo þeir geti hjálpað fleirum með ópíóðafíkn til bata,“ segir Guðmunda.

„En við þurfum að gera svo miklu meira, það vantar húsnæði, fleiri meðferðarúrræði, styttri biðtíma, en best væri að við gætum gripið þau þegar þau eru ung, áður en þau lenda á götunni, við erum að missa svo marga flotta krakka í neyslu vegna þess að þau fá ekki þá aðstoð sem þau þurfa nógu snemma, að ótöldum öllum þeim sem hafa fallið frá og skilja eftir aðstandendur í sárum, já bak við hvern einstakling með fíknisjúkdóm eru aðstandendur sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá hjálp en ganga ítrekað á lokaðar dyr.“

Segir einstakling í neyslu kosta samfélagið meira en hjálpina sem hann þarf

Guðmunda spyr hvort við höfum efni á þessu ástandi.

„Einstaklingur í neyslu kostar samfélagið miklu meira en sú hjálp sem hann þarf myndi kosta, það er sturluð staðreynd, og öll þau sem töpuðu í baráttunni og létust langt fyrir aldur fram er fórnarkostnaður sem við getum ekki sætt okkur við. Við þurfum að aðstoða þá sem eru að ljúka afplánun og ekkert bíður nema gatan og sama  vonleysið og varð til þess að þeir hlutu dóma.“

Spyr Guðmunda að lokum hvað þessir ellefu flokkar sem eru í framboði núna fyrir alþingiskosningar ætli að gera í málefnum fíknisjúkra, í löngum biðlistum barna í vanda og í heilbrigðismálum yfirleitt ef þeir komast á þing. Segir hún að úrræðaleysi og langir biðlistar eru ekki ásættanlegir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Verðkönnun ASÍ á algengum jólavörum: Afar mikill munur á ýmsum verðum milli verslanna og hvaða pakkningar eru valdar

Verðkönnun ASÍ á algengum jólavörum: Afar mikill munur á ýmsum verðum milli verslanna og hvaða pakkningar eru valdar
Fréttir
Í gær

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”