Manchester City tapaði óvænt leik sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikið var á Vitality vellinum.
City var taplaust fyrir leikinn eftir tæpan 1-0 sigur á Southampton í síðustu umferð.
Bournemouth var andstæðingur City og gerði sér lítið fyrir og vann 2-1 heimasigur og lyfti sér upp í áttunda sætið.
City er í öðru sæti deildarinnar með 23 stig, tveimur stigum á eftir Liverpool sem vann Brighton 2-1 á sama tíma.
Southampton vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu en liðið fékk Everton í heimsókn og hafði betur, 1-0.
Leicester og bjargaði dramatísku stigi gegn Ipswich en Jordan Ayew tryggði stig á 94. mínútu í 1-1 jafntefli.
West Ham fékk þá skell gegn Nottingham Forest en liðið tapaði 3-0 á útivelli.