fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
433Sport

Rosalegar breytingar hjá Vestra: Andri Rúnar fer – Munu ekki bjóða Eið aftur samning og Eskelinen fer

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 2. nóvember 2024 13:31

Mynd: Valur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verða töluverðar breytingar á leikmannahópi Vestra fyrir næsta tímabil en frá þessu segir í færslu á vef félagsins.

Eins og fram hefur komið í fréttum sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson upp samningi sínum á dögunum og mun Vestri ekki bjóða leikmanninum nýjan samning á þessum tímapunkti.

Sömu sögu er að segja með markvörðinn William Eskelinen en hann mun ekki snúa aftur vestur. Vestri hefur einnig sagt upp samning við varnarmanninn Jeppe Gertsen og þá voru samningar við Inaki Rodríguez, Benjamin Schubert og Aurelin Norest að renna út og verða þeir ekki framlengdir.

„Stjórn Vestra vill þakka þessum leikmönnum fyrir tíma sinn og þjónustu við Vestra og óskar þeim velfarnaðar i framtíðinni,“ segir á vefnum

Andri Rúnar Bjarnason og Vestri hafa komist að samkomulagi um að enda samstarfið. Vegna fjölskylduaðstæðna mun Andri ekki hafa tök á því að vera búsettur fyrir vestan fjarri fjölskyldu sinni.

„Við þökkum Andra kærlega fyrir samstarfið og óskum honum velfarnaðar. Með svona breytingum er mikil áskorun að finna nýja leikmenn en í því felast einnig gífurleg tækifæri til að gera betur og breyta til. Áfram Vestri,“ segir á vef Vestra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Umboðsmaður Rashford fundaði með Barcelona í dag

Umboðsmaður Rashford fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ekkert lið með þessa tölfræði hefur sloppið við fall

Ekkert lið með þessa tölfræði hefur sloppið við fall
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Viðræður við Partey hafnar

Viðræður við Partey hafnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekkert til í tíðundunum á Spáni – Skrifar undir á Englandi

Ekkert til í tíðundunum á Spáni – Skrifar undir á Englandi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Árni tókst á við Mána og gagnrýndi Moggann – „Við Íslendingar förum alltaf í það í þessari forræðishyggju okkar“

Árni tókst á við Mána og gagnrýndi Moggann – „Við Íslendingar förum alltaf í það í þessari forræðishyggju okkar“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óvænt strax aftur til Englands í sumar?

Óvænt strax aftur til Englands í sumar?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Framtíð De Gea í óvissu – Samningsboð á borðinu

Framtíð De Gea í óvissu – Samningsboð á borðinu