Achraf Hakimi er ekki að fara frá liði Paris Saint-Germain á næstunni en hann er við það að skrifa undir nýjan samning.
Hakimi er einn besti hægri bakvörður heims í dag en hann hefur margoft verið orðaður við lið á Englandi.
Luis Enrique, stjóri PSG, er þó gríðarlegur aðdáandi Hakimi og gerði mikið til að halda þessum öfluga bakverði.
,,Ég hef aldrei séð betri bakvörð en Hakimi á lífsleiðinni,“ sagði Enrique um sinn mann.
,,Hann getur enn bætt sinn leik verulega ég er handviss um það.„