fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

60 milljóna evra verðmiðinn mun ekki stöðva Liverpool

Victor Pálsson
Föstudaginn 1. nóvember 2024 18:41

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðmiði sóknarmannsins Omar Marmoush mun ekki koma í veg fyrir áhuga Liverpool en frá þessu greinir þýska blaðið Bild.

Marmoush er talinn vera efstur á óskalista Liverpool fyrir næsta tímabil en hann er verðmetinn á 60 milljónir evra.

Um er að ræða leikmann Frankfurt í Þýskalandi en hann er samningsbundinn þýska félaginu til 2027.

Liverpool telur að Marmoush sé fullkominn arftaki Mohamed Salah sem gæti verið á förum frá félaginu í sumar.

Marmoush hefur spilað glimrandi vel á tímabilinu en hann hefur skorað 11 mörk og lagt upp önnur sjö í 13 leikjum. Á síðustu leiktíð lék hann 41 leik og skoraði 17 mörk ásamt því að leggja upp sex.

Liverpool hefur ekki áhyggjur af 60 milljóna evra verðmiðanum en Marmoush er 25 ára gamall og er landsliðsmaður Egyptalands líkt og Salah.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“
433Sport
Í gær

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“
433Sport
Í gær

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“