fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Gátu selt hann fyrir 80 milljónir en höfnuðu tilboðinu: Hefur lítið sýnt undanfarin ár – ,,Það fór eins og það fór“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 27. október 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham fékk tækifæri á að selja Dele Alli fyrir meira en 80 milljónir punda á sínum tíma að sögn David Pleat sem starfaði sem njósnari félagsins og seinna yfirmaður knattspyrnumála.

Alli er í dag á mála hjá Everton og spilar engar mínútur en andleg vandamál og meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn.

Alli kom til Tottenham sem táningur árið 2015 og vakti strax athygli en hann var lengi vel mjög mikilvægur hlekkur í þeirra liði.

Pleat var fyrstur hjá Tottenham til að taka eftir Alli sem var ekki lengi að vekja heimsathygli eftir komuna.

,,Það er hægt að tala um Dele Alli. Ég fór með Franco Baldini að horfa á leik með honum – hann var í símanum allan tímann og fylgdist ekkert með,“ sagði Pleat.

,,Ég fékk um sex skýrslur um Dele á tveimur árum og þeir hefðu átt að hlusta á mig fyrr. Að lokum var mér sagt að hann væri á leið til Aston Villa eða Newcastle.“

,,Eftir kaupin þá hefðum við getað selt hann fyrir meira en 80 milljónir punda en svo fór allt eins og það fór.“

,,Ég er vonsvikinn og sár því ég horfði á hann þegar hann var 16 ára gamall og það var eitthvað einstakt við hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guðrún eftir tapið í kvöld: ,,Okkur langaði rosalega mikið að ná í sigur“

Guðrún eftir tapið í kvöld: ,,Okkur langaði rosalega mikið að ná í sigur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Steini Halldórs um eigin framtíð: ,,Ég myndi að sjálfsögðu alltaf hafa mig áfram“

Steini Halldórs um eigin framtíð: ,,Ég myndi að sjálfsögðu alltaf hafa mig áfram“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sambandsdeildin: Víkingar í góðum málum

Sambandsdeildin: Víkingar í góðum málum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Silva fékk gjöf frá Chelsea

Silva fékk gjöf frá Chelsea
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United fær 1,5 milljarð vegna kaupa Real Madrid á bakverðinum

United fær 1,5 milljarð vegna kaupa Real Madrid á bakverðinum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Andstæðingurinn hrósar stuðningsmönnum Íslands í hástert

Andstæðingurinn hrósar stuðningsmönnum Íslands í hástert
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ í nýju hlutverki – „Það er yndislegt að vera hérna“

Fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ í nýju hlutverki – „Það er yndislegt að vera hérna“