fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Steingrímur er uggandi yfir stöðunni og veltir fyrir sér hvaða skilaboð sé verið að senda – „Lítið fer fyrir þakklæti“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 25. október 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi ráðherra, hefur ekki snúið baki við flokki sínu, Vinstri grænum, sem hann gegndi formennsku fyrir frá stofnum flokksins árið 1999 og fram til febrúar árið 2013. Hann greinir frá þessu í aðsendri grein á Vísi þar sem hann veltir sömuleiðis fyrir sér þeirri frægðarvæðingu sem sé að eiga sér stað á framboðslistum flokka í aðdraganda kosninganna.

Niðurrif, skítur og skammir

Steingrímur minnir á að hann sagði skilið við stjórnmál fyrir þremur árum. Það gerði hann sáttur eftir langan feril en það þýðir þó ekki að honum sé nú sama um samfélagið. Það hljóti að teljast styrkur að fjölbreyttur hópur einstaklinga bjóði fram krafta sína til Alþingis, enda sé þingmennska þjónustuhlutverk sem gjarnan fylgir neikvætt umtal.

„Oft er umræðan um stjórnmál, stjórnmálamenn, Alþingi og sveitarstjórnir rekin á neikvæðum niðurrifs forsendum. Eins og það eina sem þetta fólk eigi í lok dags skilið séu skítur og skammir. Lítið fer fyrir þakklæti, umburðarlyndið er takmarkað ef einhverjum verða á mistök og herská umræða á rangnefndum samfélagsmiðlum (sem eru rafræn heimsfyrirtæki græðgiskapítalista) í bland við hóphegðunar-álitsgjafa tekur iðulega fólk af lífi pólitískt ef svo ber undir án dóms og laga.“

Frægir víkja til hliðar grasrótinni

Steingrímur gleðst yfir því að neikvæð umræða um stjórnmál hafi ekki fælt fólk frá framboði. En þó hringi viðvörunarbjöllur þegar flokkar eru farnir að sópa til sín frægu fólki í massavís.

„Er þá lausnin sú að sækja „þekkt andlit“, og víkja til hliðar þeim sem hafa unnið að sínum hugsjónamálum með þeirri hreyfingu, flokki eða samtökum sem þeirra lífsskoðanir hafa best samræmst. Þeim sem hafa verið fótgönguliðar, staðið í bakstrinum, verið í málefnanefndunum.

Er lausnin að frægðar væða stjórnmálin, poppa þau upp með þekktum nöfnum og andlitum óháð því hvort við komandi hefur komið nálægt pólitískri vinnu. Svarið kann að vera já hvað fylgisávinning snertir. Svarið kann einnig að vera já þegar gott og vel gert fólk færir sig um set ef það nær góðum tökum á starfi á nýjum vettvangi, sem er ekki sjálfgefið. Svarið kann þar í viðbót að vera já, ef verðmæt þekking færist yfir á hið pólitíska svið. En þar með eru nú já svörin sennilega að mestu upp talin.“

Veltir hann fyrir sér hvaða skilaboð það sendi út í samfélagið ef frægir komast beint á toppinn. Ef sú sé raunin hvaða ástæðu hafi ungt fólk til að ganga til liðs við stjórnmálahreyfingar, og hvað verði þá um uppsafnaða reynslu?

„Og það tengist þeim hugleiðingum að lokum, að stjórnmál snúast um málefni og síðan um fólk, ekki öfugt. Þetta er ekki eða á að minnsta kosti ekki að vera í heilbrigðu, málefnabundnu lýðræðisfyrirkomulagi frægðarsamkeppni, fegurðarsamkeppni. Getur hugsast að þróunin undanfarna daga sé birtingarmynd meiri lausungar, tækifærismennsku og af tengingar raunverulegs innihalds í stjórnmálum?

Hvað sem því öllu líður verður undirritaður á sínum stað. Ég mun kjósa þann flokk sem heldur sterkast fram sjónarmiðum umhverfisverndar, kvenfrelsis, friðarhyggju og ekki síst róttækrar félagshyggju, vinstristefnu, sósíalisma. Ég mun kjósa Vinstrihreyfinguna grænt framboð óháð því hvar frægðarfólk trónir á toppi.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka
Fréttir
Í gær

Pútín boðar þriggja daga vopnahlé í maí og fær blendin viðbrögð

Pútín boðar þriggja daga vopnahlé í maí og fær blendin viðbrögð