fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Rúm milljón til klókra tippara á Egilsstöðum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. október 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru stuðningsmenn Hattar á Egilsstöðum í hópnum Dos Samsteypan sem fengu 13 rétta á Enska getraunaseðilinn síðastliðinn laugardag og unnu rúmlega 1,3 milljónir króna.

Þeir notuðu sparnaðarkerfi 7-2-489 þar sem þeir þrítryggðu 7 leiki, tvítryggðu 2 leiki og 4 leikir voru með einu merki. Kerfið gekk upp og eru þeir Hattarmenn 1.3 milljón krónum ríkari.

Í mörg ár hefur Höttur á Egilsstöðum haldið úti öflugu getraunastarfi sem byggist á því að hópar sem tengjast félaginu keppa sín á milli í deildarkeppni yfir veturinn.

Alls taka 20 lið þátt í deildarkeppninni sem stendur yfir í allan vetur. Þess má geta að Dos Samsteypan sem var með 13 rétta var í næstneðsta sæti deildarinnar fyrir umferðina um síðustu helgi þannig að það er oft stutt milli hláturs og gráturs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot