fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Þótti ummæli Hareide um félaga sinn sérstök – „Hvað geturðu gert meira?“

433
Sunnudaginn 6. október 2024 10:30

Age Hareide, fyrrum landsliðsþjálfari. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markvörðurinn Jökull Andrésson var gestur þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni þennan föstudaginn, en þátturinn kemur út á 433.is vikulega.

Það vakti athygli á dögunum þegar Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist ekki alveg nógu sáttur með stöðu Hákonar Rafns Valdimarssonar hjá enska úrvalsdeildarliðinu Brentford, þar sem hann er kostur númer tvö í stöðu markvarðar.

Hákon er aðalmarkvörður íslenska landsliðsins og voru ummæli Hareide rædd í Íþróttavikunni.

video
play-sharp-fill

„Hákon er 23 ára, varamarkvörður í risaklúbb. Hvað geturðu gert meira? Hann er að spila alla bikarleikina, var maður leiksins á móti Colchester. Ég er ekki hlutlaus því Hákon er einn af betri vinum mínum, en þetta er svo góður markmaður og hann hefur verið frábær með landsliðinu,“ sagði Jökull, sem var hissa á ummælum Hareide.

„Hann er að æfa með leikmönnum úr ensku úrvalsdeildinni. Þú ferð ekki mikið hærra en það,“ bætti hann við.

Það er mikið úrval af góðum íslenskum markvörðum þessa stundina og hrósaði Jökull til að mynda Elíasi Rafni Ólafssyni, markverði Midtjylland, sem er talinn kostur tvö á eftir Hákoni.

„Elli er með svo mikil gæði. Hann er stærsti maður á jörðinni en það er rosalegt hvernig hann getur hreyft sig. Svo er hann svo öruggur, sama hvort það eru háir boltar eða annað.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fjögur ensk lið til í að semja við reynsluboltann

Fjögur ensk lið til í að semja við reynsluboltann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Góð tíðindi af Orra

Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Mikil ánægja með Hólmbert sem skrifar undir nýjan samning

Mikil ánægja með Hólmbert sem skrifar undir nýjan samning
433Sport
Í gær

Krefst þess að snerting við annan leikmann verði skoðuð þremur mánuðum eftir skelfilegt banaslys unga mannsins

Krefst þess að snerting við annan leikmann verði skoðuð þremur mánuðum eftir skelfilegt banaslys unga mannsins
Hide picture