fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Íslendingar nefna löndin sem þeir vildu helst flytja til

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. september 2024 09:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó það sé að mörgu leyti gott að búa á Íslandi gætu margir vel hugsað sér að búa annars staðar í heiminum. Gallup skoðaði þetta í nýjum Þjóðarpúlsi þar sem landsmenn voru spurðir hvaða land yrði fyrir valinu ef þeir gætu flutt til hvaða lands sem er.

Það er skemmst frá því að segja að flestir, eða 21% aðspurðra, nefndu Danmörk. Í öðru sæti er Spánn en þangað væru um 12% til í að flytja og í þriðja sæti var Noregur með 10%. Þar á eftir koma Ítalía (7%), Bandaríkin (7%) og Svíþjóð (7%).

Í tilkynningu sem Gallup sendi frá sér um niðurstöðurnar kemur fram að fólk yfir sextugu og fólk milli þrítugs og fertugs sé spenntast fyrir því að flytja til Danmerkur. Fólk undir þrítugu er spenntara fyrir flutningi til Noregs og Svíþjóðar en þau sem eldri eru. Fólk milli fimmtugs og sextugs er einna spenntast fyrir því að flytja til Ítalíu, en fólk undir fimmtugu er spenntara fyrir að flytja til Bandaríkjanna en eldra fólk.

Þá kemur fram í niðurstöðunum að íbúar á landsbyggðinni séu spenntari en höfuðborgarbúar fyrir að flytja til Noregs en því er öfugt farið þegar kemur að því að flytja til Danmerkur, Svíþjóðar eða Bandaríkjanna.

Fólk með meiri menntun en minni er líklegra til að vera til í að flytja til Danmerkur eða Svíþjóðar en því er öfugt farið þegar kemur að Bandaríkjunum.

Þau sem kysu Framsóknarflokkinn, Samfylkinguna, Viðreisn, Vinstri græn, Miðflokkinn eða Pírata ef kosið yrði til Alþingis í dag myndu helst flytja til Danmerkur. Þau sem kysu Flokk fólksins eða Sjálfstæðisflokkinn myndu helst flytja til Spánar en þau sem kysu Sósíalistaflokkinn flyttu helst til Noregs.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK