fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Eiginkonan hikaði ekki og svaraði moldríka eiginmanninum í sömu mynt: Tók börnin og yfirgaf heimilið – Sá hann káfa á ungri konu

433
Sunnudaginn 22. september 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiginkona Kieran Trippier hefur svarað eiginmanni sínum og hefur sjálf ákveðið að taka giftingarhring sinn af og er einnig flutt út úr fjölskylduheimilinu.

Frá þessu greina enskir miðla en Charlotte sem er 35 ára gömul var bálreið eftir myndband sem birtist af Trippier á dögunum.

Trippier er enskur landsliðsmaður og leikmaður Newcastle en hann sást káfa á ungri stelpu á bar og rataði það myndband í fjölmiðla.

Greint er frá því að Charlotte, eiginkona Trippier, hafi tekið krakkana með sér en þau eiga saman þrjú börn.

Það sem fór mest í taugarnar á Charlotte er að Trippier sást án giftingarhringsins á djamminu og ákvað hún að svara á nákvæmlega sama hátt.

Útlit er fyrir að þetta hjónaband sé á endastöð en Charlotte hefur sent börnin í einkaskóla langt frá Newcastle þar sem Trippier er búsettur.

Glæsibýli hjónanna í Leafy Morpeth er einnig til sölu og eru litlar sem engar líkur á að þau sættist á næstunni.

Trippier fær gríðarlega vel borgað í Newcastle en hann er einn allra launahæsti leikmaður liðsins.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fær 350 milljónir ef þeir vinna leikinn mikilvæga – Starfið í húfi

Fær 350 milljónir ef þeir vinna leikinn mikilvæga – Starfið í húfi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Real Madrid gæti sært Liverpool enn meira næsta sumar

Real Madrid gæti sært Liverpool enn meira næsta sumar