fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

KA bikarmeistari í fyrsta sinn: Sigurganga Víkings á enda – Átti fyrra markið að standa?

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 21. september 2024 17:58

Mynd/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KA er bikarmeistari í karlaflokki eftir 2-0 sigur á Víkingi R. í úrslitaleik bikarsins á Laugardalsvelli í dag. Líklega átti fyrra markið sem var skorað aldrei að standa.

Leikurinn var jafn stærstan hluta leiksins, bæði lið fengu færi og bæði lið áttu sterkt tilkall til þess að fá vítaspyrnu í leiknum.

Fyrra mark leiksins kom á 37. mínútu en það er á reiki hver skoraði markið en líklega endar það sem sjálfsmark hjá Oliver Ekroth varnarmanni Víkings.

Líklega hefði markið aldrei átt að senda því Ívar Örn Árnason fékk boltann í höndina áður en hann kom honum að marki, Rodri virtist svo snerta boltann áður en Ekroth kom við hann.

Víkingar reyndu eftir þetta að jafna leikinn og fengu nokkur góð færi en það dugði ekki til. Það var svo á 99 mínútu leiksins sem Dagur Ingi Valsson skoraði annað mark leiksins og tryggði sigurinn.

Sögulegur sigur KA sem er bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Með þessu hefur KA tryggt sér sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili sem er frábært afrek.

Sigurganga Víkings á Laugardalsvelli er einnig lokið en liðið hafði unnið bikarinn fjögur skipti í röð en nú fer bikarinn norður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Í gær

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Í gær

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar