fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Pútín vill að Rússar fari heim í hádeginu og freisti þess að búa til börn

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. september 2024 17:00

Var reynt að drepa Pútín? Mynd:EPA/Sputnik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússnesk stjórnvöld, með Vladimir Pútín í broddi fylkingar, hvetja nú landsmenn sína til þess að drífa sig heim í hádeginu og stunda kynlíf. Tilgangurinn er ekki ánægjuleg afþreying heldur bregðast við lækkandi fæðingartíðni í Rússlandi eins og mörgum öðrum ríkjum. Framtakið hefur verið kallað „Kynlíf í vinnunni“ og er hluti af víðtækari aðgerðum til þess að bregðast við vandamálinu. Að meðaltali eignast hver kona í Rússlandi 1,5 börn sem er undir þeim fjölda sem þarf til að viðhalda mannfjölda landsins, sem er 2,1 börn á konu.

Þá hefur stríðsbrölt Rússa í Úkraínu aukið vandann mjög enda fjölmargir álitlegir feður fallið í valinn. Þá er talið um ein milljón ungra Rússa hafi flúið landið til þess að forðast það að enda á vígvellinum. Hefur Pútín lýst því yfir að það að auka fæðingartíðnina sé eitt mikilvægasta verkefni þjóðarinnar

„Framtíð Rússlands veltur á því hversu mörg við verðum,“ sagði Pútín á dögunum. Þá lét heilbrigðsráðherra Rússlands, Dr. Yevgeny Shestopalov, hafa eftir sér að það að hafa mikið að gera í vinnunni væri ekki nein afsökun fyrir því að eignast ekki fjölda barna.

Rússar eru ekki eina þjóðin sem glímir við þetta vandamál. Stjórnvöld í Singapore gáfu út rapplag sem ætlað var að auka áhuga landsmanna á að fjölga sér. Ítalir hafa síðan gefið það út að 22. september næstkomandi verði „frjósemisdagurinn“ haldinn hátíðlegur. Hvort að þegar sé búið að ákveða að 22. júní verði fæðingardagurinn haldinn hátíðlegur skal ósagt látið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Í gær

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið