fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Græni póstdagurinn haldinn í sjötta sinn

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 19. september 2024 13:31

Ásdís Káradóttir, sjálfbærnistjóri Póstsins Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Græni póstdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag í sjötta sinn, en hann er í miðri Evrópsku samgönguvikunni 16.-22. september. Markmið dagsins er að vekja athygli á mikilvægi sjálfbærrar póstþjónustu og hvernig samvinna póstfyrirtækja er lykillinn að árangri þeirra í loftslagsmálum, segir Ásdís Káradóttir, sjálfbærnistjóri Póstsins í tilkynningu.

Fyrirtækin dregið úr losun um ríflega þriðjung

Alþjóðasamtök póstfyrirtækja (IPC) standa að Græna póstdeginum og í ár er sjónum beint að samvinnu fyrirtækjanna og hvernig hún skilar áþreifanlegum árangri. Póstfyrirtækin hafa komið sér saman um tiltekin áherslusvið og aðferðafræði í sjálfbærni og sett sér sameiginleg markmið um samdrátt í losun til 2030 undir merkjum IPC SMMS (Sustainability Measurement and Management System).

Pósturinn tekur virkan þátt samstarfinu ásamt póstfyrirtækjum um allan heim, sem saman vinna að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í flutningum.Síðan samstarfið var sett á laggirnar árið 2008 hafa fyrirtækin sameiginlega dregið úr losun af starfsemi sinni um meira en þriðjung í umfangi 1 og 2. Pósturinn gerðist þátttakandi 2023 og leggur sitt af mörkum með orkuskiptum bílaflotans og snjöllum lausnum í flutningum.“

Endurunnin jurtaolía notuð á fimm flutningabíla Póstsins

Í fyrra fjárfesti Pósturinn í tveimur rafmagnsflutningabílum frá Volvo, þeim fyrstu sinnar tegundar hér á landi. Ásdís segir að í ár beri helst til tíðinda hjá Póstinum að fimm af stærstu flutningabílum fyrirtækisins gangi nú alfarið fyrir HVO100-eldsneyti í stað hefðbundinnar dísilolíu. HVO100 er framleitt úr endurunninni jurtaolíu og lífrænum úrgangsefnum og með notkun hennar dregur úr losun koltvísýrings um 90%. Við sjáum þegar vísbendingar um að kolefnisfótspor af starfsemi fyrirtækisins sé að dragast saman vegna þessa og munum gera grein fyrir því í næstu ársskýrslu, þegar öll kurl verða komin til grafar,“ segir Ásdís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðmundur í Brim sakaður um billegan orðhengilshátt í Bítinu í morgun – „Það á enginn fiskinn í sjónum“

Guðmundur í Brim sakaður um billegan orðhengilshátt í Bítinu í morgun – „Það á enginn fiskinn í sjónum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Landbúnaðarháskólinn vill láta bera þýska konu út úr leiguhúsnæði

Landbúnaðarháskólinn vill láta bera þýska konu út úr leiguhúsnæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill kemur þéttingu byggðar til varnar – „Nauðsynleg og óhjákvæmileg“

Egill kemur þéttingu byggðar til varnar – „Nauðsynleg og óhjákvæmileg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fráleitt að rugla skipulag Grafarvogs með þéttingu – „Borgarstjórnin nýja getur enn þá hætt við“

Fráleitt að rugla skipulag Grafarvogs með þéttingu – „Borgarstjórnin nýja getur enn þá hætt við“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“