Keflavík getur svo gott sem farið að undirbúa sig undir úrslitaleik um laust sæti í Bestu deildinni. Liðið vann sannfærandi sigur á ÍR í fyrri leik liðanan í undanúrslitum í dag.
Leikið var í Breiðholti en Kári Sigfússon kom Keflavík yfir snemma leiks.
Ásgeir Helgi Orrason og Michael Mladen bættu við og var staðan orðin 0-3 fyrir gestina eftir tæpan hálftíma leik.
Hákon Dagur Matthíasson lagaði stöðuna fyrir hálfleik og staðan 1-3.
KÁri Sigfússon tryggði svo 1-4 sigur Keflavíkur áður en Hákon Dagur klikkaði á víti fyrir ÍR.
Lokastaðan 1-4 sigur Keflavíkur sem á heimaleikinn á sunnudag til að tryggja sig í úrslitaleikinn