fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Segir eðlilegt að konur fyrirgefi eiginmönnum framhjáhald – „Konurnar þéna enga peninga“

433
Mánudaginn 16. september 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paola Saulino fyrirsæta frá Ítalíu segir að það sé eðlilegt að Kyle Walker leikmaður Manchester City hafi fengið að fara aftur heim til sín, Annie Kilner hefur fyrirgefið honum framhjáhald.

Kilner eiginkona Walker hefur fyrirgefið eiginmanni sínum það að hafa haldið framhjá sér í enn eitt skiptið. Walker var hent út af heimili sínu um síðustu jól.

Kilner hefur tekið sér tíma í að hugsa málið en hefur nú ákveðið að fyrirgefa Walker og hleypa honum aftur heim. Kilner og Walker eiga fjögur börn saman en hún var ófrísk þegar hún sparkaði Walker út. Ástæðan var að Walker hafði barnað hjákonu sína í annað sinn.

Saulino segist hafa verið með nokkrum giftum leikmönnum í enska boltanum, konur fyrirgefi þetta alltaf.

„Ég vissi það að hún tæki hann aftur, karlmenn halda framhjá og þú getur fyrirgefið þeim,“ sagði Paolo.

Walker og Annie Kilner

„Walker er mættur aftur heim því það hentar öllum, fyrir börnin og fjölskylduna. Konan hefur miklu að tapa svo það er betra fyrir hana að fyrirgefa bara.“

„Konurnar þéna enga peninga, þær eru ekki í vinnu. Þegar það er haldið framhjá þeim þá fá þær vopn í hendurnar til að fá einhver völd.“

„Það þarf að fyrirgefa þeim þetta.“

Walker á tvö börn með Lauryn Goodman en eftir að fyrra barnið kom í heiminn slitu Walker og Kilner sambandinu um stutta stund.

Hún fyrirgaf Walker hliðarsporið og var það henni mikið áfall þegar í ljós kom að Walker hefði aftur farið af heimilinu til að girða niðrum sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Aðalsteinn Jóhann hætti á Húsavík í gær en mætti í nýtt starf á Akureyri í kvöld

Aðalsteinn Jóhann hætti á Húsavík í gær en mætti í nýtt starf á Akureyri í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Matthías kveður sviðið á laugardag eftir frábær tuttugu ár – „Hefur gefið mér vináttu til lífstíðar og minningar sem ég mun aldrei gleyma“

Matthías kveður sviðið á laugardag eftir frábær tuttugu ár – „Hefur gefið mér vináttu til lífstíðar og minningar sem ég mun aldrei gleyma“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rashford að vakna og tölfræðin bakkar hann upp

Rashford að vakna og tölfræðin bakkar hann upp
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Velta því upp hvort United og Real Madrid skiptist á leikmönnum í janúar

Velta því upp hvort United og Real Madrid skiptist á leikmönnum í janúar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni