fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Úkraínumenn gerðu árás á Moskvu: Nokkur heimili rústir einar og minnst einn látinn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. september 2024 08:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn eru langt frá því að gefast upp í stríðinu við Rússland og í nótt sendu þeir fjölmarga sprengjudróna yfir landamærin, meðal annars til höfuðborgarinnar Moskvu. Ein kona í borginni er sögð hafa látist í sprengjuárás Úkraínumanna í nótt.

Rússnesk stjórnvöld segjast hafa skotið niður alls 144 dróna en margir komust þó á leiðarenda, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins.

Eldur kom upp í stóru fjölbýlishúsi í Moskvu þegar sprengja lenti á byggingunni og eru nokkrar íbúðir í húsinu gjörónýtar. Árásirnar höfðu líka áhrif á flug til og frá Moskvu og var fjórum flugvöllum í borginni lokað.

Andrei Vorobyov, ríkisstjóri Moskvu, segir að eldur hafi komið upp í tveimur fjölbýlishúsum í borginni eftir að sprengjur lentu á þeim. 46 ára kona er sögð hafa látist í árásum Úkraínumanna og þrír til viðbótar eru særðir. Úkraínumenn hafa enn sem komið er ekki tjáð sig um árásirnar.

Rússar eru einnig sagðir hafa gert árásir á Úkraínu í nótt og segist úkraínski herinn hafa skotið niður 38 af 46 drónum sem Rússar sendu yfir landamærin, meðal annars til KievOdesaKhersonSumyKharkiv og Poltova.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”
Fréttir
Í gær

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“