fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Brjálaðist eftir lokaflautið í leik Frakklands: Stjörnurnar sögðu ekki orð – ,,Ræðum þetta betur á morgun“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 8. september 2024 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markvörðurinn Mike Maignan sturlaðist um helgina eftir 3-1 tap Frakklands gegn Ítalíu í Þjóðadeildinni.

Frá þessu greinir L’Equipe í Frakklandi en Maignan stóð á milli stanganna er Frakkar komust 1-0 yfir en enduðu á að tapa 3-1 heima.

Frammistaða Frakklands eftir opnunarmarkið var svo sannarlega slæm en stórstjörnur á borð við Antoine Griezmann og Kylian Mbappe náðu sér ekki á strik.

Maignan var bálreiður eftir lokaflautið og hélt ræðu í búningsklefanum þar sem hann lét stjörnur liðsins heyra það.

Fyrirliðarnir tveir Mbappe og Griezmann höfðu ekkert að segja eftir ræðu Maignan og virtust vita upp á sig sökina.

Eftir leik vildi Maignan ekki staðfesta neitt en hafði þetta að segja:

,,Það sem er sagt í búningsklefanum er okkar á milli. Við vorum að spila gegn stórliði sem varðist sem lið,“ sagði Maignan.

,,Við þurfum að horfa fram veginn. Við getum ekki haldið hreinu í hverjum leik. Við ræðum þetta betur á morgun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hatar Liverpool en skemmti sér með stjóranum í sumar: ,,Maður þarf að sýna virðingu“

Hatar Liverpool en skemmti sér með stjóranum í sumar: ,,Maður þarf að sýna virðingu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja í kvöld – „Fokking Vestfirðir maður“

Þetta hafði þjóðin að segja í kvöld – „Fokking Vestfirðir maður“
433Sport
Í gær

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“
433Sport
Í gær

Tekist á um val RÚV – „Það er ástæða fyrir því að Gísli Marteinn er aldrei færður“

Tekist á um val RÚV – „Það er ástæða fyrir því að Gísli Marteinn er aldrei færður“
433Sport
Í gær

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum