

Chelsea er að reyna ganga frá því að Victor Osimhen mæti til félagsins. Það er nóg að gera hjá Chelsea. Sky Sports segir frá.
Viðræður Chelsea og Manchester United eru langt komnar með Jadon Sancho.
Napoli vill selja Osimhen í dag en möguleiki er á að hann fari á láni með þeirri klásúlu að Chelsea kaupi hann næsta sumar.
Osimhen getur farið til Sádí Arabíu en það virðist ekki líklegt.
Chelsea er með forráðamenn sína í Napoli og vilja ekki fara þaðan nema með Osimhen með sér.