Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði og spilaði mest allan leikinn þegar Lille tryggði sér sæti í deildarkeppni Meistaradeildarinnar í haust.
Liðið mætti Slavia Prag á útielli í seinni leik liðanna, en fyrri leik liðanna í Frakklandi lauk með 2-0 sigri Lille.
Slavia Prag vann leik kvöldsins 2-1 en það kom ekki að sök því Lille vinnur 3-2 samanlagt.
Slovan Bratislava, Rauða Stjarnan og Dinamo Zagreb tryggðu sig einnig í deildakeppnina í kvöld.