fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Göngutúr í góða veðrinu breyttist í martröð

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. ágúst 2024 12:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrea Björk Hannesdóttir, dýralæknir, hvetur veiðimenn til þess að passa upp á öngla og önnur veiðafæri sem geta valdið dýrum tjóni eftir sára reynslu. „Yndislegur göngutúr í góða veðrinu varð að martröð,“ segir Andrea í færslu á Facebook-síðu sinni, sem vakið hefur mikla athygli. Forsagan er sú að Andrea skellti sér í göngutúr við Kleifarvatn ásamt hundinum sínum Smára sem skyndilega rann á einhverja ljúfa lykt. Um var að ræða beitu með öngli og áður en Andrea gat brugðist við hafði Smári gleypt góssið sem endaði með því öngullinn festist í tungu hans. Í færslunni vekur Andrea athygli á hættunni segist hún aldrei hafa lent í öðru eins eftir ótal marga göngutúra um vatnið fallega.

Þrátt fyrir að hundurinn hafi upplifað miklar þjáningar út af önglinum í tungunni þá segir Andrea í færslunni að í raun hefði getað farið miklu verr.

Betur fór en á horfðist þegar hundurinn Smári gleypti beitu með öngli í göngutúr við Kleifarvatn

„Sem betur fer festist öngullinn þarna en ekki neðar í vélinda eða niðri í maga því þá hefði hann þurft á skurðaðgerð að halda sem er mikið hættumeira! Sem betur fer á hann mömmu sem er dýralæknir og gat strax brunað á bókstaflega næstu dýralæknastöð og deyft hann strax niður til að hjálpa honum. Sem betur eigum við ótrúlega góða að, en ein símhringing og María var tilbúin að taka á móti okkur með vírklippur á dýralæknamiðstöðinni þegar við komum á staðinn. Smá panikk á því hvernig í ósköpunum maður nær svona úr honum (já maður kannski hugsar ekki alveg 100% skýrt þegar þetta er manns eigið dýr) en ég hringdi bara í pabba sem er læknir og hefur lent í þessu sama á vaktinni í gamla daga bara með veiðimann með öngul fastann í tungu. Hann gat leiðbeint mér hvernig væri best að gera í gegnum facetime,“ skrifar Andrea Björk í færslunni.

Þá hafi tilviljun ein ráðið því að Smári var sá sem lenti í óhappinu en ekki tvær tíkur  sem einnig voru með í för. Helga, sem er 15 ára gömul og glímir við veikindi, og hin hvolpafulla Sunna. Svæfing hefði getað valdið þeim alvarlegu tjóni.

Áréttar Andrea Björk að veiðimenn sýni ekki slíkt kæruleysi enda geta mörg önnur dýr en hundar skaðast af veiðarfærum sem að skilin eru eftir. „Viljið þið vinsamlegast kæru veiðimenn, passa í framtíðinni að taka með ykkur alla öngla, beitur, flotholt og snæri aftur heim. Látum þetta vera lexíuna svo þetta gerist aldrei aftur og jafnvel hafi hörmulegri örlög!,“ skrifar Andrea.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast