fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

Óhugnanlegar tölur – Hafa ekki verið svona háar í 20 mánuði

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. ágúst 2024 07:30

Rússar skut á þetta hús í Dnipro. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri skýrslu frá mannréttindaskrifstofu SÞ kemur fram að í júlí hafi rússneski innrásarherinn drepið 219 almenna borgara í Úkraínu og að 1.018 hafi særst. Svo háar tölur hafa ekki sést síðan í október 2022, eða í 20 mánuði.

Í skýrslunni segir að þessi mikli fjöldi fallinna og særðra almennra borgara sé í takt við aukið mannfall meðal þeirra síðustu mánuði en frá því í mars á þessu ári hefur fjöldinn aukist með hverjum mánuðinum.

Í skýrslunni er meðal annars fjallað um svívirðilega árás Rússa á marga úkraínska bæi og borgir þann 8. júlí síðastliðinn. Þá réðust þeir meðal annars á barnaspítala í Kiyv, annan spítala og margar spennistöðvar. 43 almennir borgarar, hið minnsta, létust í þessum árásum.

Í skýrslunni kemur fram að frá því að innrásin hófst í lok febrúar 2022 hafi 11.520 almennir úkraínskir borgarar fallið og 23.640 hafi særst.

Skýrsluhöfundar telja ekki útilokað að fjöldi fallinna í júlí sé meiri en fram kemur í skýrslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Magnað afrek hjá Karlottu Ósk – lauk 500+ kílómetra hlaupi fyrst íslenskra kvenna

Magnað afrek hjá Karlottu Ósk – lauk 500+ kílómetra hlaupi fyrst íslenskra kvenna
Fréttir
Í gær

Hrafn fékk réttlætinu ekki fullnægt að handan

Hrafn fékk réttlætinu ekki fullnægt að handan
Fréttir
Í gær

Slugsi tekinn og sektaður fyrir að aka um höfuðborgarsvæðið á nagladekkjum

Slugsi tekinn og sektaður fyrir að aka um höfuðborgarsvæðið á nagladekkjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brasilíubúar brjálaðir út í Trump – „Óvinur fólksins“

Brasilíubúar brjálaðir út í Trump – „Óvinur fólksins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólgan kraumar áfram hjá sósíalistum: Karl Héðinn játar ástarsamband við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára gamall

Ólgan kraumar áfram hjá sósíalistum: Karl Héðinn játar ástarsamband við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára gamall