Kingsley Coman er að íhuga það að hætta að spila með franska landsliðinu aðeins 28 ára gamall.
Frá þessu greinir L’Equipe í Frakklandi en Coman kom lítið við sögu á EM sem fór fram í Þýskalandi í sumar.
Frakkar eru úr leik eftir tap gegn Spánverjum í undanúrslitum sem munu leika við England á sunnudaginn.
Coman fékk ekki að taka þátt í þeirri viðureign og spilaði aðeins 15 mínútur gegn Hollendingum í riðlakeppninni.
Vængmaðurinn á að baki 57 landsleiki fyrir þjóð sína og er ekki vongóður um að fá fleiri mínútur á HM 2026.