fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

„Við spilum til sigurs og ekkert annað“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. júlí 2024 13:00

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands. Mynd - Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er stórleikur á Laugardalsvelli á morgun þegar íslenska kvennalandsliðið tekur á móti því þýska. Sigur gulltryggir sæti Íslands á EM næsta sumar.

„Við erum alltaf bjartsýn og teljum okkur alltaf eiga möguleika á að vinna fótboltaleiki. Við förum í alla leiki til að vinna og þannig legg ég upp leikinn á morgun. Við spilum til sigurs og ekkert annað,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag.

Glódís Perla Viggósdóttir landsliðsfyrirliði var með honum á fundinum. Hún segir að það yrði draumur að klára EM-sætið á heimavelli. Annars gefst tækifæri á að gera það ytra gegn Pólverjum á þriðjudag.

„Við erum spenntar og auðvitað væri geggjað að klára þetta á heimavelli,“ sagði Glódís.

„Varnarleikurinn okkar mun skipta miklu máli í þessum leik. Þær eru með sterka einstaklinga sem geta gert frábæra hluti fram á við. Þær eru með sterka leikmenn í og í kringum boxið. En að sama skapi sjáum við ákveðna möguleika í því. Þetta verður gríðarlega erfitt verkefni en við erum spenntar og búnar að fara vel yfir okkar leikplan,“ sagði hún enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað