fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
433Sport

„Við spilum til sigurs og ekkert annað“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. júlí 2024 13:00

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands. Mynd - Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er stórleikur á Laugardalsvelli á morgun þegar íslenska kvennalandsliðið tekur á móti því þýska. Sigur gulltryggir sæti Íslands á EM næsta sumar.

„Við erum alltaf bjartsýn og teljum okkur alltaf eiga möguleika á að vinna fótboltaleiki. Við förum í alla leiki til að vinna og þannig legg ég upp leikinn á morgun. Við spilum til sigurs og ekkert annað,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag.

Glódís Perla Viggósdóttir landsliðsfyrirliði var með honum á fundinum. Hún segir að það yrði draumur að klára EM-sætið á heimavelli. Annars gefst tækifæri á að gera það ytra gegn Pólverjum á þriðjudag.

„Við erum spenntar og auðvitað væri geggjað að klára þetta á heimavelli,“ sagði Glódís.

„Varnarleikurinn okkar mun skipta miklu máli í þessum leik. Þær eru með sterka einstaklinga sem geta gert frábæra hluti fram á við. Þær eru með sterka leikmenn í og í kringum boxið. En að sama skapi sjáum við ákveðna möguleika í því. Þetta verður gríðarlega erfitt verkefni en við erum spenntar og búnar að fara vel yfir okkar leikplan,“ sagði hún enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þorsteinn: Við erum klárlega sterkari

Þorsteinn: Við erum klárlega sterkari
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gæti endað á Old Trafford eftir fjaðrafok síðustu daga

Gæti endað á Old Trafford eftir fjaðrafok síðustu daga
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Solskjær líklegur til að taka við spennandi starfi

Solskjær líklegur til að taka við spennandi starfi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Breytingar framundan í Meistaradeildinni – Tónlistaratriði og húllumhæ

Breytingar framundan í Meistaradeildinni – Tónlistaratriði og húllumhæ
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gylfi með kenningu um af hverju íslensk félög geta ekki keppt á báðum vígstöðvum – „Mæta í nudd og sund daginn eftir“

Gylfi með kenningu um af hverju íslensk félög geta ekki keppt á báðum vígstöðvum – „Mæta í nudd og sund daginn eftir“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Var um tíma hræddur við að eyða peningum – Óttaðist hvað bræður hans myndu segja

Var um tíma hræddur við að eyða peningum – Óttaðist hvað bræður hans myndu segja